Súkkulaði

Sennilega fátt eins klisjukenndara og að búa til nýtt blogg þegar maður er andvaka.

Nýtt og ferskt sem á sko að vera allt öðruvísi en hin en samt sem áður um sama efnið.

 

Það eiga víst flest allir að hafa átt þann draum að verða rithöfundar eða í það minnsta gefa út bók.

Ég var svo viss um að ég yrði rithöfundur. En ég var líka viss um að ég yrði söngkona, leikkona sem og listamaður og ljósmyndari. Ég ætlaði ekki að vera allt þetta í einu og breytti ég um skoðun til skiptis eftir því hvert hugur minn leitaði þá stundina.

En þannig er ég.

Eina mínútuna gæti ég ekki verið meira hætt að borða súkkulaði, það væri lífsins ómögulegt að vera ákveðnari í því en ég þegar ég tek mig til.. Og ég er rosalega ákveðin í nokkrar mínútur þangað til að einhver rök(leysa)sem ekki verður litið framhjá um hvers vegna ég ætti að fá mér súkkulaði skýtur upp kollinum og ég er farin út í búð.

Ég á nefninlega aldrei súkkulaði.

Ég kaupi súkkulaði og ét það allt og þá er það búið og ekkert súkkulaði lengur til. Ekki í heiminum samt, bara heima hjá mér..

Mér hefur sennilega sjaldan fundist mannkynið jafn merkilegt eins og þegar ég horfði á heimildarþátt um hvernig kakó er búið til.. Kakó er ávöxtur. Meira að segja ljótur appelsínugulur ávöxtur. Svo eru baunirnar teknar úr og þeim dreyft í box. Við taka þá nokkur stig gerjunar og það er þá sem þær fá þennan fallega brúna lit. 

Ég er full af fróðleik sem kemur mér að engum notum.
Nei annars, ég er að ljúga.
Ég næ rétt svo kannski einum fjórða af einhverskonar fróðleik.

Restin af því sem ég veit eða ætti að vita er í bendu og biðu einhverstaðar þar sem heilinn vill geyma stærðfræði og landafræði. Þar sem ég næ ekki í það.

En það er allt í lagi.

Ég veit þetta um kakó og ég veit líka að höfrungar eru actually ekki það næs lífverur. Þeir fremja morð og gera vafasama hluti við skjaldbökur.

Takk Snorri

 

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband