Íþróttir

Ég spurði Flóka hvað hefði verið skemmtilegast við skóladaginn.
"Íþróttir" svaraði hann.
"En ég hélt það hafði verið sund?"sagði ég
"Það voru íþróttir"sagði hann á móti.
"Máttirðu fara í íþróttir með engin íþróttaföt?"spurði ég
"Nei, ég var bara að spila mikadó við stelpu sem var heldur ekki með íþróttaföt"

Mikadó er asnalegt spil. Sérstaklega fyrir einhvern eins og mig sem hefur mínus 0,7 í fínhreyingum og samhæfni.
Samt get ég borðað með prjónum. Ég get haldið á tveimur prjónum í einni hendi og étið sushi en ekki haldið á einum prjóni í sitthvorri hendinni og búið til vettling.
Ég er samt frekar klaufaleg við það að nota prjóna til að borða með. Allavega miðað við fólk sem elst up við að nota þá.
Hugsa að það fólk gæti sennilega prjónað peysu úr spaghettí með tvo prjóna í einni hendi.

Ætli einhver hafi einhvertímann prufað að prjóna eitthvað úr spaghetti?

Væri það ekki frekar artí á matseðli? Kjúklingaleggir í spaghetti sokkum?

Hvað veit ég samt. Ég finn enga lykt og ég borða ekki spaghettí. Finnst það of bragðlaust og slímugt. 
Mamma beit einu sinni snigil í sundur. Hún ætlaði ekki að gera það en hann var að vandræðast á hundasúru sem hún ætlaði að éta. Hann var víst einstaklega slímugur.

Geta samt ekki sniglar lifað af svona helmingaskipti og orðið að tveimur? 
Ég er fegin að það sé ekki svoleiðis með manneskjur. Væri nett krípí að sjá kannski bara eintóman neðri hlutann á manneskju röltandi um.

Það væri líka eiginlega ómögulegt fyrir þann helming að gera margt.. nema kannski steppdans.

En mamma borðar held ég allavega ekki lengur hundasúrur nema grandskoða þær fyrst.

Og ég var kát að Flóka hafi loksins þótt gaman í íþróttatíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband