Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023

Omg

Ég er að reyna að muna afhverju ég gleymdi að blogga.

Það er ekki eins og ég sé stressuð að setja einhvern skandal í kosmosið þar sem enginn les bloggið mitt, nema ég.

En ég er reyndar alveg fáránlega kröfuharður lesandi. Og athyglisspanið mitt er í 0.5 af 100 mögulegum. Svo ef ég skrifa eitthvað sem er leiðinlegt þá nenni ég ekki að lesa það. Það væri frekar lélegt að valda eina lesandanum vonbrigðum. 

Af þvi að ég er lika mestmegnis ágæt flesta daga.Ég var einu sinni ekki ágæt. Og ef sú ég væri að lesa bloggið mitt væri mér slétt sama hvort ég væri að valda henni vonbrigðum eða ekki. 

I dag er ég miklu skárri sem mannvera. Núna ryksuga ég og vaska upp og þvæ þvott á venjulegum tímum eins og guð ætlaðist til. Ég meira að segja brýt saman þvottinn og læt hann alls ekki standa lengur en 4 daga á innisnúrunum. Ég held að guð hafi loksins ýtt á update á skjánum minum. Já ég skrifa guð með litlu "g" þvi ég stórefast að það sé nafnið sem mamma hans gaf honum við skírn. Ef svo er vona ég að honum hafi verið gefið seinna nafn. Nema það sé bara stytting af Guðmar.

Ég get verið anal með stafsetningu. Þá mína stafsetningu. Ég er fróðari manneskja en það að fara að dæma fólk fyrir stafsetningu. Ég er ekki endilega klár í stafsetningu en ég fer í mínus ef ég geri áberandi villur. En þá fæ ég líka einkaskilaboð frá mömmu sem bendir mér á að þarna sem ég setti venjulegt "i" ætti að vera "y". Þá er ég ekki endilega að segja að yfsilon sé verra af þvi ég kallaði hitt venjulegt. Þótt yfsilon sé frekar ófríður stafur og gerir allt sem hann getur til að villa um fyrir manni í stafsetningu. Ef Yfsilon væri manneskja væri hann einhversstaðar með samsærisblogg og álpappírshatt að reyna að telja fólki trú um að jörðin sé strútur.

Ég væri reyndar ekkert súr yfir því. Það er að segja ef jörðin væri strútur.  Ekki að Yfsilon væri manneskja.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband