Sniðugur?

 

 

Ég held að það sé sjálfri mér hættulegt hvað ég er sniðug.

Sérstaklega í þau skipti sem ég er sniðug fyrir framan fólk sem kann ekki að meta það.

Þá held ég að ég sé í bráðri lífshættu.

Að vera fyndinn fyrir framan fólk sem hefur ekki smekk fyrir húmor er nefninlega hættulegt.

En ég held það sé líka hættulegt að geta ekki hlegið. Ég kannast við mann sem kvelst líkamlega og andlega við að halda inní sér hlátri þegar einhver segir eitthvað fyndið því hann vill ekki gera viðkomandi það til geðs að vökva húmor-egóið hans með því að hlæja.

Það er örugglega óþægilegt. Kannski eins og að halda inní sér hnerra meðan einhver er að kitla mann á iljunum.

Einu sinni var ég einmitt voðalega sniðug og potaði upp í mann sem var að geyspa. En strax og hann var búinn að geyspa og á meðan ég var enn með fingurinn í munninum hans þurfti hann að hnerra og beit fast í puttann á mér.

Þá hló ég og grét á sama tíma á meðan hann skammaði mig fyrir að hafa skemmt hnerrann hans.

Einu sinni var ég svo sniðug að Þórhallur hótaði að tala aldrei við mig aftur nema að ég hætti að vera fyndin því að hann var næstum kafnaður. Hann gleymir nefninlega alveg öndunartækninni þegar hann hlær mikið og byrjar að hlaupa um hundfúll meðan hann reynir að hætta að hlæja. 

Það var erfitt að skýra það út fyrir fólki í Mjóddinni, eitt skiptið sem ég gleymdi mér og sagði eitthvað sniðugt, afhverju hann væri að veifa höndum og berjast við að ná andanum á meðan ég Flóki og Hörður biðum eins róleg og við gátum þangað til hann næði sér. 

Flóki fær alltaf hiksta ef hann hlær mikið.. og þegar hann fær hiksta þarf hann oftast að gubba.. Svo hljóðin sem koma útúr honum ef hann fær hláturskast eru ónáttúruleg og væri hægt að nota við endurgerð the Exorcist. Svo ég má heldur ekki vera mikið sniðug í kringum hann.

Það virðist bara of oft ekkert vera neitt sérstaklega sniðugt að vera sniðugur.

Nema maður sé John Cleese eða Karl Pilkington..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Fannar Bjarnason

Skemtilegir punktar :)

Birgir Fannar Bjarnason, 27.11.2017 kl. 04:28

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Takk fyrir það 😝

Guðríður Pétursdóttir, 30.11.2017 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband