Súper

Oj bara hvað dagurinn er lengi að líða.

Þegar dagurinn er svona lengi að líða er nánast eins og maður ætti að geta gert meira, horft á feiri bíómyndir eða lesið lengur i bók, lagt sig jafnvel.

En nánast undantekningalaust þegar dagurinn er svona lengi að líða þá nenni ég engu.

Ég sit og fylgist með hversu hægt mínúturnar líða og hugsa um allt sem ég gæti verið að gera, svona fyrst dagurinn ætlar að haga sér svona.

Þó einhver kæmi til mín og segði mér að ég gæti flogið, bara í dag, mundi ég ekki meika það. Fyrir utan þá er sjúklega kalt og ég á engin almenninleg kuldaföt.

Gæti ímyndað mér að það sé líka hundleiðinlegt að fljúga í kuldagalla.

Ég fór einu sinni á fjórhjóli út í búð og tók í misgripum hjálm með engu gleri.. Það var viðbjóður, mér varð svo kalt og gat varla horft fram fyrir mig og samt var ég bara á þrjátíu..
Þá var heldur ekki svona kalt. En það var reyndar dembandi rigning.

Ég mundi samt frjósa í framan ef ég færi eitthvað fljúgandi í dag.

Svo er líka skotveiði tímabilið byrjað.

Ég væri líka frekar til í að geta hlaupið jafn hratt og strútur.. segi ég sem dett þegar ég stend kyrr.

Kannski væri sniðugra að geta teleportað sig bara.. en hversu hratt mundi ég fitna ef ég þyrfti ekki einu sinni að labba inní eldhus og fá mér að éta.

Það er sennilega rosalega góð og gild ástæða fyrir því að ég er ekki ofurhetja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband