Svartur er ekki litur.. Svartur er skortur á endurvarpi

 

Flóki var að velta svartholi fyrir sér og afhverju það væri nefnt því nafni þar sem að það gæti ekki verið okkur sýnilegt vegna þeirrar ástæðu að svona hol sogar til sín allt ljós.

Maður sér jú aðeins liti þegar það er ljós í kringum þá. Þannig að ætli blindir séu í raun í betri tengslum við raunveruleikann? 

En ef svartur er ekki litur eins og Snorri bróðir heldur stíft og stöðugt fram, hvaða litur er þá svartur? Ef eitthvað er nægilega svart þá er það ósýnilegt því svartur sogar til sín ljós. Og þá sér maður ekkert. En hvernig er þá ekkert á litinn, Snorri, ef það er ekki svart?

Þessi færsla hefur alla burði til að detta í mjög misskilið rasista blogg. Ég er ekki rasisti. Bróðir minn er múslimi.

Ég lít á allt fólk jafnt og kann jafn illa við alla. Nema suma kann ég betur við en það er mest skyldu væntumþykja vegna skyldleika.

Synir mínir standa uppúr að sjálfsögðu og þrátt fyrir að hafa reynt að ákveða uppáhald þá er það ómögulegt því þeir eru báðir jafn yndislegir og jafn óþolandi svo ég elska þá alveg jafnmikið.

Svo eru það bræður mínir tveir sem ég ólst upp með. Get heldur ekki gert upp á milli þeirra því þeir eru báðir jafn skemmdir og ég.

Fólkið sem ég elska mest er svo gallað að ef það væri jólagjöf væri skilaröðin í Hagkaup í Skeifunni yfir göngubrúna og tæki næstu vinstri beygju til Kína.

Ég er ekki að dissa fólk, ég sjálf hefði ekki einu sinni ratað í búðir.

Ég held að án nokkurs vafa þá séu fullkomnustu verurnar á jarðríkinu dýr. Þá er ég ekki að meina að þær kosti mikla peninga, þó svo að það mundi líklegast kosta mig allan peningin sem ég á ekki til að redda mér pandabirni heim til mín.

En ég má ekki heldur vera með dýr heima hjá mér.
Það stendur í leigu samningnum.

Ef ljón eru rándýr þá væri hægt að segja að pandabjörn sé ódýr.. Ætli mannskepnan sé þá ekki fokdýr.. Þessi brandari var allavega ekki dýrari en 5 aurar.. Hann hefði líklegast ekki ratað í búðir frekar en ég. 

Góð sönnun afhverju ég fæst ekki einu sinni í Bónus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband