Spoonerism

 

Mig langar aldrei í eh decor stöff, nema það sé kannski eitthvað jólaskraut. En aldrei eitthvað til að skreyta heima hjá mér. Hef lítið auga fyrir því. Flóki er að safna pop fígúrum og lego köllum og mér finnst það flott í glugga og í hillu.

En svo fór ég með mömmu í búð á Selfossi sem heitir Piers held ég og fann hlut sem ég var ástfangin af.

Mér leið eins og þetta væri ekki dauður hlutur heldur eitthvað sem ég væri að ættleiða og þyrfti á mér að halda.

Verst að ég hef ekki efni á að ættleiða og verð að sætta mig við að vera án hennar.

Það er enginn í mínu lífi sem ég gæti bent á þetta sem jólagjöf því það væri það frekasta sem ég gerði allavega þessa vikuna þar sem þetta kostar svo mikið.

ALlir hlutir sem ég hef elskað eru nytsamlegir og eitthvað sem ég nota reglulega. 

Gítarinn minn
Hljómborðið
Kindle-inn minn
myndavélin
Teikni og málningadót
og fullt af borðspilum..

Auðvitað er eitthvað fleira ég bara man ekki í augnablikimu meira en þetta og hef ekki eirð í mér að rifja upp.

Þetta er leiðinleg bloggfærsla. 

Hvað get ég gert til að gera hana skemmtilegri?

Fyrir mér verða hlutir að vera skemmtilegir. Það sem gerir mig glaða er að geta hlegið. Það sem getur dregið mig sem mest niður er fólk sem getur einhvernveginn ekki tekið því þegar maður vill hafa hress samskipti.

Ég er reyndar stundum svolítið too much. Mundi örugglega ekki höndla ef ég hitti sjálfa mig.

Ég held að það séu ekki það margir sem mundu höndla herbergi fullt af sjálfum sér. Allavega ekki ég.. Guffi bróðir mjög líklega samt. Hann er svo faránlega easy going.

Ég er svo hyper núna að ég nenni ekki einu sinni að lesa yfir það sem ég hef skrifað.
Það er örugglega hvort sem er svo ómerkilegt að ég mundi örugglega ákveða að birta það ekki. EN ég hef ekkert bloggað svo lengi að það er betra að setja eitthvað en ekkert... held ég.

En hér er mynd af óþarfanum sem mig langar í.

lg_silver-ornate-iguana-lizard-statue-sculpture


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband